Jæja, þá er langri bið lokið. Nýr Metallica diskur, St. Anger, kom loksins í hillur í plötubúðum í gær. Klukkan 10 hafði myndast röð fyrir utan Skífuna Laugarvegi af rokkþyrstum einstaklingum. Mikið hefur verið talað um þessa plötu og menn hafa verið að velta fyrir sér hvernig Metallica hefur þróast á þessum sex árum sem hafa liðið frá útgáfu Reload. Mér persónulega finnst þeir hafa átt mögur ár síðan þeir gáfu út Black Album. Load og Reload eru bara einfaldlega ekki nógu góðir diskar frá...