Ég hef séð marga hér á netinu velta því fyrir sér hver kostnaðurinn er við það að vafra á netinu og einhverja bölva því að hafa verið teknir í rassgatið af ósvífnum netveitum. Það er nú málið með Landssímann, Íslandssíma og önnur stærri fyrirtæki að þau svífast einskis þegar kemur að einstaklingskúnnum, því það er úr nógu að moða hjá þeim. Upp til hópa er fólk auðginnt fyrir lágum tölum og gefur sér ekki tíma til að kynna sér málin til hlítar þegar kemur að því að taka einhverjum díl, sem...