Ég er viss um að það yrðu mun fleiri og betri lið ef þetta væri ekki einungis hobbý hérna á Íslandi. Ef spilarar fengu pening eða eitthvað nothæft, svo sem utanlandsferð á mót, fyrir að vinna mót eða fengu peninga frá styrktaraðilum, þá gætu þeir lagt meiri metnað og vinnu í spilun. Ef mótshaldarar hefðu betri bakhjarla þá væri hægt að gera þetta mun flottara og áhorfendavænna og gætu rukkað meira inn, haft sér svæði fyrir áhorfendur til dæmis. Einnig ef styrktaraðilarnir, tölvubúðir...