Sú hugmynd hefur lengi legið í loftinu að Íslendingar geri landslið í RTCW: Enemy Territory, enda er þetta vinsæll leikur bæði hér og erlendis og við eigum góðan hóp af heimsklassa spilurum sem geta eflaust snúist flestum, ef ekki öllum, af bestu erlendu spilurunum snúning. Því miður hefur engin hreyfing verið á þessum málum – fyrr en nú. Ég hef safnað saman þeim leikmönnum sem mér finnst helst skara fram úr hér á landi og hafa þeir allir tekið stöðu sinni innan landsliðsins með bros á vör....