Jæja að gefnu tilefni ætla ég að fara lauslega yfir dóm hæstaréttar og nota til þess miðopnu Morgunblaðsins frá því á föstudaginn 7. febrúar 2003. Árni Johnsen og fjórir aðrir voru ákærðir. Einn af “aukaleikendunum” var fundinn sekur um að hafa greitt Árna mútur (650þ.) Hinir voru sýknaðir. Árni var ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik, rangar skýrslur til yfirvalda, mútuþægni og umboðssvik í starfi sínu sem alþingismaður, formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins og Brattahlíðarnefndar....