“Ahh, þetta var gott” segi ég og þurka blóðið framanúr mér. Fyrir neðan fætur mína liggur varúlfur, nánast hogginn í tvennt. Loftið er fyllt af reyk vegna galdra sem nornin og vinkona mín hún Freya hefur skotið að úlfinum. Hann er nánast sviðinn allur, blóðugur og tættur. “Slepptu nú hamrinum, góði vinur.” heyri ég mælt, og á þeirri stundu tek ég eftir því að hnúarnir mínir eru hvítir af blóðleysi, ég held svo fast í vopnið mitt. Ég finn fyrir þykkri og stórri hendi á öxl minni. Þetta er...