Já, ég var reyndar búinn að gleyma þessari mynd sjálfur. En þessi græja verðskuldar meiri athygli, þvílík gersemi! Á reyndar eftir að prufa hana með gítar, hef bara notað synthesizer með henni hingað til.
Sé ekki alveg hvernig það kemur þér við, enda segi ég "til að byrja með", þannig 300 þús. er viðmiðið. Fyrir utan það að hann er minna en ársgamall og mjög lítið notaður á þeim tíma og nákvæmlega ekkert lýti á honum eða neitt breytt síðan ég keypti.
Já, reyndar...en ég gæti mögulega umorðað það og sagt "konungur "polyphonic analog" syntha". Þá komast fáir nálægt Prophet 5 og 10, nema sennilega Oberheim OB8.
Sammála, hann er flottur og ég á örugglega eftir að sjá eftir honum. Ekkert öruggt að hann fari eitt né neitt þó, bara svona sjá til hvaða boð koma úr kýrhausnum :)
Kostar 98 þús með vask og sendingarkostnað kominn hingað. Það er þó ekki hægt að segja að það sé offramboð af Doepfer vörum á ebay, eða bara almennt í sölu hverju sinni, þeir framleiða sitt ekki í sama magni og t.d. Moog.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..