Nú er það orðið svo hjá mér að ég er beinlínis hættur að horfa á kvikmyndir. Ég lít öðruhverju á einhverja mynd sem virðist vera eitthvað áhugaverð. Maður les um hana og oftar en ekki verður maður fyrir svo miklum vonbrigðum af þessum nýju myndum að maður gefst fljótlega upp. Kvikmyndir í dag eru bara ekki eins góðar í dag og þær voru í gamladaga PUNKTUR! Aftur á móti finnst mér mikið meira lagt í sjónvarpsþætti í dag, þeir geta boðið upp á svo miklu áhugaverðari, skemmtilegri, víðáttumeiri...