Úlfabróðir Það eru nokkrar fantasíubækur sem koma mér í sérstakt hugarástand. Það lýsir sér þannig, að á milli mín og bókarinnar myndast einhver tengsl. Ég verð algjörlega ónæmur fyrir öllu sem er að gerast í kringum mig, og ég sekk inní bókina eins og ég sé sjálfur á staðnum. Ég á auðvelt með að ímynda mér allt sem gerist, og ég finn til og hlæ með aðalpersónunum. Tengslin rofna ekki fyrr en einhver ýtir við mér, eða endurtekur nafnið mitt í sífellu, hátt! Það er alveg sama hversu oft ég...