Besti PS1 RPG leikurinn er að mínu mati Final Fantasy 8, sem inniheldur líka bestu tónlist sem ég hef heyrt í tölvuleik. Það eru samt mjög misjafnar skoðanir um hann, flestir taka FF7 framyfir hann en sjálfum finnst mér FF7 frekar ofmetinn. Annars er tónlistin í fyrstu 9 FF leikjunum helvíti góð, þá sérstaklega í 4, 6 og 8. Til að svara spurningu þinni hér að ofan kom FF4 út sem FF2 á SNES og FF6 kom út sem FF3. Þeir eru allir til á PAL.