Veðurhorfur til kl. 18 á morgun Suðaustan strekkingsvindur eða 10-15 m/s sunnan og suðvestantil og dálítil rigning eða súld með köflum í dag. Hægari og víða léttskýjað á Vestfjörðum og Norðurlandi og þoka með austurströndinni. Hiti allt að 17 til 20 stig norðantil. Austan og suðaustan 10-18 í fyrramálið og rigning um landið sunnanvert, bjart með köflum en sums staðar sandfok norðanlands. Hægari vindur síðdegis. Hiti 10 til 20 stig á morgun, hlýjast fyrir norðan. Veðurhorfur næstu daga...