Aaahh, ég hef lent í 100þúsund svona atvikum en man ekki eftir neinu í augnablikinu :/ Jú, most recent: Var í skólasundi og tók óvart nærbuxur í staðin fyrir sundskílu með mér, ákvað að nota bara nærbuxurnar og fór útí. Þegar ég var kominn út í laug (það voru 2 aðrir skólar þarna) sögðu bekkjarfélagar mínir mér að svona efni yrðu gegnsæ í klóri. Ég panikkaði náttúrulega geðveikt, fór uppúr lauginni og hljóp inn haldandi fyrir… Allir störðu á mig og bekkurinn minn að drepast úr hlátri...