Ég byrjaði að hlusta á erlenda gullaldartónlist um 2004. Við fundum gamla plötuspilarann hans pabba (og plöturnar) og hann á billjón gullldarplötur. Ég varð t.d. gjörsamlega ástfanginn af Dark Side of the Moon, safnplötu með Rolling Stones og Tommy með The Who. Síðan byrjaði ég að kynna mér þetta eitthvað meira (stofnaði huga accountinn útaf þessu áhugamáli :)). Ég byrjaði hins vegar að hlusta á Íslenska gullaldartónlist mun fyrr, aðallega Trúbrot af því að Shady Owens var (er) frænka mín...