Hér koma smá upplýsingar um íþróttina og Íslandsmeistaramótið sem haldið verður í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri laugardaginn 26. ágúst. Um fjallabrun. Fjallabrun, fyrir þá sem ekki þekkja til, er tiltölulega ný íþrótt á Íslandi. Fjallabrun eða Downhill á ensku gengur út á það að renna sér á hjóli niður mjög svo illfærar brekkur á sem skemmstum tíma. Brautirnar eru afmarkaðar og eru menn oft látnir hjóla yfir torfærur sem fáir kæra sig um að labba yfir. Reynt er að láta brautirnar reyna á...