Keppnisskíðin: Ég get nú ekki verið sammála um að Völki séu hátt metin í keppnisskíðabransanum, það hefur einn og einn verið á þeim en aldrei meikað það neitt almennilega. Rossignol hafa verið að skíta svo feitt á sig undanfarið að það er ekki fyndið, plús það að umboðið hér á landi hefur ekki staðið sig neitt voðalega vel. Head hafa átt góða spretti og eru mjög góð, fer að vísu mikið eftir því hversu góð skíði þú færð. Fisher er skíðaframleiðandi sem oft er horft framhjá, einn þekktasti...
Ég ætla að gera svona í vetur, kominn með hugmynd og allt. En hvað finnst ykkur, á ekki að vera hiti á straujárninu þegar maður er að gera þetta? Annars er maður varla að strauja! Hef heyrt skiptar skoðanir á þessu.
Þegar búinn að panta, og draslið er á leiðinni til landsins. Einhver 9 stikki voru í pöntunninni, sem er alltof lítið. Djöfull verður gaman um jólin að horfa á þetta allt.
Síðan ef þú finnur stað til að kaupa drop out á þá væri ekki vitlaust að kaupa eitt eða tvö stikki aukalega bara svona til að eiga til vara, alltaf gott að eiga hluti til vara.
Því miður heillar þetta hjól mig engan vegin. Virkar á mig eins og það sé hátt stand over og sætisrörið hefði mátt vera mun styttra. Voðalega XC-legur rammi í mínum augum.
Sammála, ekkert vit í þessu, engin spurning og ekkert samræmi í svörum, ég meina tvent af þessu eru hardtail, eitt FS og eitt er bara gerð af hjólum. Ég ætla ekki einusinni að velja neitt í þessari könnun, hún er það léleg.
Mig hefur langað að prófa þetta í nokkur ár, er bara ekki til í að fjárfesta í dótinu nema að hafa prófað áður. Síðan hef ég ekki enn komið því í verk að kaupa mér freestyle skíði, held að keppnis hlunkarnir séu ekki þeir bestu til að nota í þetta.
Slappaðu af maður, það er nú einusinni vetur þannig að það er ekki við miklu að búast. Reyndu frekar að stunda ensku spjallþræðina á meðan það er lítið um að vera hérna á klakanum, líklegt að þú lærir eitthvað á því.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..