Já alveg mega sætur. Verður næsta myndband ekki bara tekið uppí fjalli? Gera bara eitt svert stopmotion myndband þar sem þú ert að fara niður brautina?!
En það eru til svo margar undirtegundir af Enduro, þannig að það er ekki hægt að segjast bara hafa keypt Enduro, verður að segja okkur allt nafnið… pro, expert eða comp? Og keypturu þetta hjól bara til að fara í DH?
Hvernig væri nú að hafa rétta mynd af hjólinu sem þú varst að kaupa, þessi mynd er af S-Works Enduro SL Carbon sem kostar hvorki meira né minna en 450þ kall úti í USA. Síðan myndi ég aldrei treysta svona hjóli í DH.
En ertu samt búinn að sjá spánna fyrir norðurland? Hátt í 20 stiga hiti og léttskýjað! En ég vona að fólk sem var á móti því að flytja mótið fyrirgefi mér fyrir að koma með hugmyndina og mæta síðan ekki sjálfur, við vorum staðráðnir í að mæta áður en við sáum veðurspánna.
Er ekki viss, við erum komnir með bakþanka útaf veðrinu, rosalega góð spá fyrir norðurlandið yfir helgina en ekkert sérstök fyrir suðurlandið. Það verður ákveðið seinna í dag hvort það verður farið.
Er þetta sama leið og þú fórst með mér síðasta sumar? Ef svo er, hvaða leið á maður að nota til að komast upp fyrir keppni á meðan menn eru að nota leiðina til að æfa sig?
Jamm hann er með 20mm öxli. Veit ekki til þess að það sé til millistykki til að breyta þessu eins og þú vilt, þ.e.a.s. 20mm dempara með qr felgu, held að það sé bara hægt með 20mm felgu með qr dempara.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..