Ætli þetta verði ekki á þeim tíma, held að það passi vel við XC keppnina. En hvernig er það, erum við með keppnina alveg hjá okkur, þurfum við að redda tryggingu, hjálparsveit og númerum?
Þú ert eitthvað að misskilja hvernig þetta virkar, super monsterinn er gerður fyrir FR ekki DH. Flest hjól eru ekki hönnuð með svona langan dempara í huga og mun hann því breyta stöðu hjólins þannig að dempunin að framan og aftan virkar ekki sem skildi. Í DH viltu frekar hafa góða fjöðrun heldur en langa fjöðrun en í FR getur frekar verið ásættanlegt að vera með mikla fjöðrun sem er ekki alveg jafn yfirveguð.
08 vörurnar eru ekki komnar á markað en það er verið að kynna þær á fullu svipað og á skíðum/bretti. Ég myndi skjóta á medium sem stærð fyrir þig ef þú ert ekki mjónu tískunni.
Og helduru að Scream sé rétta hjólið fyrir þig? Hjólið er mjög þungt og erfitt viðureignar fyrir jafn lítinn líkama og þig. Ertu kannski búinn að prófa hjólið hjá Torfa? Ég mæli allavegana með því að þú skoðir málið vel áður en þú kaupir þér svona þungt og ekki sýst dýrt hjól.
Getur nú varla hafa heyrt af henni fyrir löngu síðan þar sem þetta er bara annað árið sem hún er til, en já brautin er í góðu standi eins og þú getur séð í myndbandinu. Flestir held ég að segji að hún sé þess virði því ég á ennþá eftir að heyra vont orð um hana sagt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..