Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Dosatunsbraedur
Dosatunsbraedur Notandi síðan fyrir 19 árum, 5 mánuðum 220 stig

Kellingin sem er til sölu (48 álit)

í Hjól fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þessi mynd var tekin fyrir 3 mín og eins og sést þá er ekkert að þessu hjóli sem hægt er að tala um. Það er eitt sem vantar á hjólið og það er kapallinn í afturskiptinn, hef ekki haft tíma til að setja hann í. Einnig er á myndinni keðjustrekkjari, (chainguide), sem fylgir ekki með en hægt er að fá hann með fyrir 10þ kall. Speccar og annar fróðleikur um hjólið. Verð 190þ kall, 200þ kall með keðjustrekkjaranum.

Svona virkar floating break (10 álit)

í Hjól fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað floating break gerir þá er hérna myndband handa ykkur sem sýnir vel hvernig þetta virkar. Hérna Vona að þið skilið, eða heyrið, hvað kallinn er að tala um.

Kelling til sölu (11 álit)

í Hjól fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Er að selja ílla þefjandi kellingu, var keypt ný í lok sumars 2005 en lítið notuð það árið vegna fótbrots. Ég skipti út framdemparanum og skiptinum um veturinn þannig að það er ekki búið að nota það mikið. Mest var það notað í sumar í DH bautinni hérna á Ak og sannaði sig þar. Hjólið er selt í upprunalegri mynd, þ.e.a.s. að það er selt með öllum þeim hlutum sem voru á því þegar ég keypti hana, að vísu mun framskiptirinn ekki vera á hjólinu en mun þó fylgja með. Hjólið er staðsett á Akureyri....

Það sem fólk leggur á sig... (3 álit)

í Vetraríþróttir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Einhverjir tveir gaurar að brasa upp í Bláfjöllum með stiga sleðana sína, óþarflega mikið lagt á sig til að komast á sleða finnst mér!

Hvar á að smyrja við samsetningu? (20 álit)

í Hjól fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég var að spá í hvaða hluti þið smyrðuð þegar þið væruð að setja saman ný hjól eða væruð að púsla þeim saman eftir ýtarlega yfirferð? Eins og á maður að smyrja skrúfganginn á bb-inu áður en maður setur það í? Hef heyrt að svo sé, en það var ekkert voðalega trúverðugt. Einhverjir aðrir staðir sem þarf að muna eftir? Óþarfa svör eru afþökkuð! Er að leita að svörum frá mjög reyndu fólki sem veit hvað það er að tala um, ekki því sem heldur að það viti hvað það er að tala um!

Flutningarfyrirtæki (11 álit)

í Hjól fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Mig langar dálítið að ræða álit ykkar og reynslu á flutningarfyrirtækjum heimsins. Þau sem ég hef prófað eru mjög mismunandi, allt frá því að vera ömurleg og upp í frábær. Mín reynsla: UPS: var að fá ramma og dempara með þeim núna í dag, svaðalegur hraði, 2 dagar frá Utah USA til Íslands, með hraðari þjónustum sem ég hef fengið. USPS: Rusl frá helvíti, ef þú ert til í að bíða í meira en mánuð eftir pakka notaðu þetta fyrirtæki. Búinn að nota þetta fyrirtæki tvisvar, 5 vikur að fá einn...

Fjölgun á fólki í DH/FR á AK, hvað með í RVK? (38 álit)

í Hjól fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég var að telja saman hversu mörg ný DH/FR hjól ég hefði heirt að væru á leiðinni hingað norður í sumar og ég man ekki betur en að það séu 6 einstaklingar sem segjast ætla að kaupa sér hjól og einn sem var að spá í því. Þetta er því 300-350% fjölgun á hjólum hérna fyrir norðan síðan í fyrra, dálítið stórar tölur en við vorum bara tveir á DH/FR hjólum hérna í fyrra. Þannig að þetta lítur vel út fyrir okkur hérna fyrir norðan, hvað með ykkur fyrir sunnan?

Ohh fólk er orðið svo ruglað í hausnum! (12 álit)

í Jaðarsport fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Það er alveg ótrúlegt hvað fólk gerir til að fá meira adrenalín. Fyrst var nóg að skíða, síðan fóru menn að stökkva, svo að snúa sér og fetta í loftinu, svo droppa 80 metra og síðast en ekki síst, stökkva fram af klettum á skíðum með fallhlíf. En nú er komið eitt enn, ÞETTA.

Og þetta áhugamál dó... (13 álit)

í Jaðarsport fyrir 18 árum
…þegar hjólamennirnir fóru, svo einfalt er það. Frekar leiðinlegt.

Eitt það svalasta sem ég hef séð í langan tíma (10 álit)

í Jaðarsport fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Þetta tel ég sko sem jaðarsport. http://www.heavy.com/heavy.php?videoPath=/content/conagious_db/flash_video/wheeliechair Þetta er sko leiðin til að takast á fötlun, ekki sitja bara heima og morkna niður helur finna einhverja leið til að gera það sem manni langar. Bætt við 30. ágúst 2006 - 19:14 Helvítis dobble post.

Þetta er sko svalt (6 álit)

í Jaðarsport fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Ég tel að þetta flokkist nú alveg til jaðarsports. http://forums.mtbr.com/showthread.php?t=222471 Þetta er sko rétta leiðin til að takast á fötlun, bara að finna einhverja leið til að gera það sem þig langar. Bætt við 30. ágúst 2006 - 19:14 Helvítist dobble post.

Tilkynning fyrir þá sem ætla að nota lyftuna á Akureyri (6 álit)

í Hjól fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Málið er að besta leiðin sem við fundum til að koma hjólunum í stólalyftuna var að láta þau bara standa í sætinu. Ég bíst við því að ekki allir treysti þessu og hvet ég því alla að koma með farangursteyjur eða annarskonar bönd sem hægt er að nota til að fest hjólið við stólinn á fljótlegan hátt. Langaði bara svona til að “vara” menn við svo það verði ekki einhver brjálaður í fjallinu og hóti hinum og þessum lífláti. Við ætlum samt að reyna að finna einhverjar betri leiðir til að hafa hjólin...

DH brautin á AK (8 álit)

í Jaðarsport fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Grétar hérna að flengja á eitt af nokkrum stökkum brautarinnar. Ekki reyna að dissa harða gaurinn undir honum…

Ísl.meistaramótið í fjallabruni á Akureyri 26. ágúst (8 álit)

í Jaðarsport fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Hér koma smá upplýsingar um íþróttina og Íslandsmeistaramótið sem haldið verður í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri laugardaginn 26. ágúst. Um fjallabrun. Fjallabrun, fyrir þá sem ekki þekkja til, er tiltölulega ný íþrótt á Íslandi. Fjallabrun eða Downhill á ensku gengur út á það að renna sér á hjóli niður mjög svo illfærar brekkur á sem skemmstum tíma. Brautirnar eru afmarkaðar og eru menn oft látnir hjóla yfir torfærur sem fáir kæra sig um að labba yfir. Reynt er að láta brautirnar reyna á...

Varðandi uppbyggingu DH brautarinnar á AK (13 álit)

í Hjól fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Að gefnu tilefni vil ég minna á að allur mokstur uppí Hlíðarfjalli þarf að fara í gegnum mig eða hina tvo vini mína sem eru í því að moka DH brautina. Við lentum í því að koma uppí fjall í dag og þá hafði ónefndur aðili tekið sig til og gert breytingar á brautinn okkar sem voru ósamþykktar og ekki til hins betra að okkar mati. Okkur finnst flott að fólk hafi áhuga að á hjálpa til við uppbyggingu brautarinnar og allt það en þegar það er farið að vanvirða okkur svona þá getum við ekki annað en...

Næsta eða þarnæsta DH mót? (5 álit)

í Hjól fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Mig langar að spurja þá sem hafa keppt bæði í Kerlingarfjöllum og Jökulhálsinum, hvort mótið er skemmtilegra? Ég er að vinna báðar þessar helgar og er að spá í að reyna að fá frí til að komast en er ekki viss um að ég verði það heppinn að komast á báðar. Einnig hvenær eru menn að mæta á svæðið?

Of erfið DH braut? (32 álit)

í Hjól fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Ég er byrjaður að hafa áhyggjur af því að DH brautin sem við erum að moka hérna á Akureyri. Við erum búnir að plana eiginlega alla brautina og komnir vel í gang með að moka hana. En í kvöld þá dröslaði ég hjólinu mínum með uppeftir til að prófa kaflan sem hafði verið mokaður um daginn. Þetta er svona 100m langur kafli sem inniheldur eitt drop (~2m), þröngar leiðir á milli þúfna og tvö stökk. Ég prófaði stökkin til að vera viss um að geta stokkið alla leið og það heppnaðist svona ágætlega. En...

Hvorki meira en minna en 14" krakkar mínir (15 álit)

í Jaðarsport fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Slöpp gæði á myndinni en bara hreint fáránlegt hjól. 14" dempun (~350mm) að fram og aftan og kostar 8250 dollara. Hægt er að fá eitthvað voðalegt gíra dæmi á hjólið en það kostar 1920 dollara í viðbót. Hvílíkt rugl og vitleysa.

Ísetning headset-s (23 álit)

í Hjól fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Er einhver búð hérna á klakanum sem á tólið til að setja headset rétt í? Eða eru menn bara að hamra þetta í með spítu og hamri? Takk

1080p LCD sjónvörp (24 álit)

í Græjur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég hef undanfarið verið að spá í því hvort betra sé að fá sér sjónvarp eða skjávarpa. Ég er frekar mikið tækjafrík þannig að ég sætti mig ekki við hvað sem er. Upplausn er mikilvæg fyrir mér þar sem ég hef hugsað mér að láta þetta endast eins lengi og hægt er. Þá kemur náttúrulega inní málið HD tæknin, og sýnist mér þá LCD hafa vinninginn, (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál), og þess vegna ætla ég að skoða þau betur. En ég hef hugsað mér að athuga hvort það séu einhver til sölu á...

Fyrsti apríl... (6 álit)

í Hjól fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það er fyrsti apríl í dag. Varð bara að gera tilgangslausari póst en dresi89 því ég er í góðum fíling og allveg að drepast…

Denon 3805 og hvaða hátalarar? (41 álit)

í Græjur fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég er ný búinn að fjárfesta í Denon 3805 heimanbíó magnara og er að spá í hvað ég ætti að para við hann. Hef verið að skoða JBL Northrige línuna í nokkur ár og hef alltaf verið mjög skotinn í þeim þá aðalega útlitinu á þeim en alltaf finduist þeir frekar dýrir. Hvert er álit manna á þeim? Síðan kíkti ég í Portus um daginn til að athuga hvort þeir væru með einhverjar almennilegar hátalara snúrur og þá sá ég tilboðið hjá þeim á DynaVoice hátalara pakka sem lítur mjög vel út snökkt á litið plús...

Nýjasta æðið (12 álit)

í Hjól fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þetta verður most def nýjasta æðið í hjólum. Check it out

Heimsmet í droppi á skíðum (37 álit)

í Jaðarsport fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Hér er Jamie Pierre að setja heimsmet í cliff dropi á skíðum. Fyrrverandi met átti hann sjálfur sem var eitthvað um 50 metrana. 245 feet = 74.676 meters Smá geðveiki. Myndaðist 2 metra djúpur gýgur þar sem hann lenti og það þurfti að moka hann upp. (ÞETTA ER EKKI FAKE)

North Shore (3 álit)

í Hjól fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þetta er eitt af því sem mig langar mjög mikið til að prófa, þó þessi tiltekni staður sé frekar geðveikur. Myndband
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok