Á www.kistan.is er stuttur pistill eftir Ágúst Borgþór Sverrisson um bókaútgáfu. Skv. ÁBS er þróunin sú byggja upp einstaka höfunda, ekki ólíkt hverri annari afurð eða vörumerki, á kostnað lítt þekktra höfunda. Þetta, skv. ÁBS, ýtir ekki undir gæði eða margbreytileika íslenskra bókmennta til lengdar. Það er ekki hægt annað en að taka undir þetta. Bókaútgáfa hefur í gegnum árin notið óvenjulegrar velvildar af hálfu hins opinbera. Líkt og landbúnaðurinn njóta bókaútgefendur framleiðsluskilyrða...