Það vita allir, að bara ein manneskja hefur brotið þessa óskrifuðu reglu. Það var Úlfhildur Dagsdóttir í bókahorni Kastljóssþáttarins, sem hakkaði niður bók Mikaels Torfasonar “Samúel”. Svona stílbrot er ekki fyrirgefið, enda er það óskrifuð regla í ljósvökunum að lofa allar íslenskar bækur. Óháð gæðum og innihaldi. Auðvitað er mest af þessu jólabókaflóði í bókaformi afar aumt til aflestrar, líkt og t.d. Rutar Reginalds-vorkunninn, Lindu-vorkunnin og aðrar æviminningar um eymd, volæði...