Þessa dagana hellist yfir okkur auglýsingaáróður bókaforlaganna, þar sem í hönd fer upphitun fyrir vitleysu ársins, jólabókavertíðina. Allt eru þetta “…tímamótaverk, sem lesendur hafa beðið eftir með óþreyju” og þar fram eftir götunum. Svo taka fjölmiðlar gjarnan undir bullið, enda miklir peningar í spilinu. Þeir fjölmiðlar sem leyfa sér hlutlausan dóm á einhverja bókina, fá einfaldlega engar auglýsingar. Svo einfalt er það. Hins vegar er græðgi forlagana orðin slík að þau leyfa sér að...