Datt í hug að kynna fyrir ykkur feril Íslendingsins Hermans Hreiðarssonar. Hermann Hreiðarsson lét fyrst sjá sig í ensku úrvalsdeildinni árið 1997, þegar hann gekk í raðir Crystal Palace á frjálsri sölu frá þáverandi Íslandsmeisturum ÍBV. Hermann náði þó ekki að hindra liðið frá falli sama ár. Í september 1998 gekk hann til liðs við þriðjudeildarliðið Brentford fyrir 750 þúsund pund sem var þá metupphæð fyrir leikmann í þeirri deild. Brentford vann deildina þetta ár, en í óktóber 1999 fór...