Ég er tvítug og hef ekki verið að passa í nokkuð mörg ár. Var hins vegar að vinna á leikskóla í vetur og sumar, áður en ég byrjaði í háskólanum. Ákvað síðan að það væri e.t.v. gaman að passa barn í vetur, og er núna að passa 2ja ára strák tvö kvöld í viku, ca 1 1/2 tíma í hvert skipti. Ég fæ 600 krónur á tímann, en það er það sem mér var boðið. Ég vissi ekkert hvað ég átti að setja upp - sagði fyrst ca 400, því ég væri ekki tilbúin að vinna fyrir mikið minna en það á tímann, sérstaklega ekki...