Hér er Joseph Yobo í leik með Everton en hann ehfur að öðrum ólöstuðum verið einn sterkasti leikmaður Everton í þeirra sigurgöngu að undanförnu. Hann kom inn í liðið á móti Fulham í 2-0 sigri og Everton hafa aðeins tapað einum leik (Man Utd. 3-0) síðan hann kom eftir að hafa verið meiddur í byrjun tímabils. Yobo er leikmaður með Nígeríska landsliðinu og hann hélt Michael Owen í skefjum í leik Englendinga og Nígeríumanna á HM í sumar.