Ég skil hvernig þér líður á tánum, það er eins og kuldinn komi innan frá :S Alveg sama hversu marga og þykka sokka maður fer í, manni er samt alltaf kalt.
Engin könnun á morgun, bara á föstudaginn. Fínn skóladagur á morgun, mæti kl hálf 11 og er bara í tveimur tímum. Engin bóla á leiðinni sem ég finn fyrir. Umsjónarkennarinn minn er mjög fínn, eða fín reyndar. Ekkert fiskabúr Augljóslega enginn fiskur. Langar ekkert í köku. Hárið mitt er fínt. Er ekki í ensku. Skólinn er mjög fínn.
Held það væri ekki góð hugmynd. Pönk er gott, en smápíkur sem kalla Avril og Good Charlotte pönk eru allt annað en gott (ekki það að þú sért þannig, ég veit ekkert um það … en þær myndu örugglega hópast þarna inná).
Það getur verið að henni hafi fundist þú vera óbeint að gefa það í skyn þó að þú hafir alls ekki verið að gera það. Þetta myndi ég bara kalla skort á tjáskiptum, tala saman krakkar! Það virkar oftast, en ef sambandið gengur ekki upp þrátt fyrir það endar það þó allavegana í góðu. :)
Ég mundi allt lagið! Það er svona: Tveir kettir sátu uppá skáp, kittivittivittbammbamm Og eftir mikið gón og gláp, kittivittivittbammbamm Þá sagði annar kæri minn, kittivittivittivittivittbammbamm Við skulum skoða gólfdúkinn, kittivittivittbammbamm
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..