Neibb. Ég hef aldrei nennt að horfa á þessa keppni alla í gegn og seinustu tvö ár sleppti ég því bara alveg. Ég mun alveg örugglega líka gera það núna.
Ég var ekki skírð, fermdist borgaralega og hef aldrei verið skráð í Þjóðkirkjuna. Ef ég hefði verið skírð hefði ég sennilega fermst í kirkju, en ég vildi ekki vera að láta skíra mig fyrst ég var ekki trúuð, sem ég er ekki heldur í dag.
Ég held að flestir geri þetta vegna þess að þeir vilja ekki vera út undan og fá engar gjafir, enga veislu og engan pening. Annars er námskeiðið sem maður fer á sem undanfari mjög nytsamlegt.
Haha ég veit. Og þá skiptast aðilarnir ávallt upp í fjóra hópa: þeir sem segja að Metallica sökki, þeir sem segja að Metallica rokki, þeir sem segja að gamla dótið sé ace en það nýja sökki og svo að lokum þeir sem segja að nýja dótið sé ace en það gamla sökki. Seinasti hópurinn gengur einnig undir nafninu böbbar :)
Ég fékk eitthvað 60 þús og ég bauð eiginlega bara náskyldum ættingjum. Ég vildi ekki hafa eitthvað ókunnugt fólk í veislunni, plús það að ég hélt fermingarveislu með frænda mínum svo það hefði ekki verið pláss fyrir alla annars.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..