Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Útrunninn Bjór?

í Tilveran fyrir 12 árum, 5 mánuðum
Lifir ekkert í bjór sem gerir þig veikan, í versta falli er hann vondur á bragðið, þó þarf það ekkert að vera, fer eftir því hvernig bjór þetta er. Pilsner eldist t.d. ekki vel, en flestir maltmeiri bjórar verða bara betri þótt þeir séu "útrunnir" skv. einhverjum dagstimpli sem kemur upp úr einhverri Evrópulöggjöf. Ég drakk núna um páskana jólabock frá jólum 2010. Bara betri en hann var nýr.

Re: Beygla

í Matargerð fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Ostur getur verið flókinn, en þarf ekki að vera það. Hægt að gera þetta svo einfalt að þú lætur mjólkina ysta með því að setja út í hana edik eða sítrónusafa, og síar svo og þú ert kominn með ost: http://www.foodnetwork.com/recipes/emeril-lagasse/homemade-fromage-blanc-recipe/index.html

Re: Beygla

í Matargerð fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Spægipylsa og heimalagaður ostur er trixið hérna. Rjómaostur væri sennilega kostur fyrir menn sem eru ekki jafn langt leiddir í eldhústilraunum og ég :)

Re: Næring fyrir ungling.

í Heilsa fyrir 12 árum, 8 mánuðum
Fimmpundari (2,3kg) af Whey Maxx kostar 8999 í Hagkaup. Ekki verið með stærri dúnka en það, hvað þá á 4000 kall (er með vöruvalið í öðrum glugga á tölvuskjánum svo það þýðir lítið fyrir þig að rengja mig ;)

Re: Næring fyrir ungling.

í Heilsa fyrir 12 árum, 8 mánuðum
Færri kaloríur en fjörmjólkin samt :P

Re: mysuduft

í Heilsa fyrir 12 árum, 9 mánuðum
MS hætti að pakka í litlu dúnkana í fyrra. Fæst núna bara í 25 kg sekkjum.

Re: Á Ísland að hætta við þáttöku í Eurovision?

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum, 9 mánuðum
Fréttatímar í gær…

Re: Á Ísland að hætta við þáttöku í Eurovision?

í Söngvakeppnir fyrir 12 árum, 9 mánuðum
Ekki hætta við þátttöku af þeirri einföldu ástæðu að þessi frétt er uppspuni. Þetta voru dýrar lóðir, og keyptar af eigendunum dýrum dómum, tal um fátæklinga sem voru “reknir” í burtu er þvæla.

Re: Malt extract

í Tilveran fyrir 12 árum, 10 mánuðum
Séðig þá á fundi einhvern tímann ;)

Re: Malt extract

í Tilveran fyrir 12 árum, 10 mánuðum
Vínkjallarinn. Þeir selja líka úðaþurrkað extrakt, sem mér líkar mikið betur þótt dýrara sé, heldur gæðum mikið betur og lengur, sem er mikilvægt þegar maður býr á skeri úti í reginhafi. www.vinkjallarinn.is

Re: Byrjun

í Heilsa fyrir 13 árum
Er það ekki bara dæmi um það þegar “orðið á götunni” ruglar saman orsök og afleiðingu? Í þessu tilfelli er örbylgjuofninum kennt um óhollustu tilbúinna örbylgjurétta, þegar í raun er það framleiðsluaðferðin eins og ég minntist á hér að ofan. Bætt við 2. nóvember 2011 - 21:58 Efast allavega um að þú þurfir að vera feiminn við tækið sem slíkt, þótt það þyki ekki góð eldamennska að nota hann mikið, en leggja má meiri hugsun í það í hvað þú notar hann..

Re: Byrjun

í Heilsa fyrir 13 árum
Örbylgjuofninn er ekki sökudólgurinn, heldur hvað fer inn í hann, tilbúnir örbylgjuréttir eru alla jafnan feitari, saltari og/eða sætari en alvöru heimalagaður matur til að geymast betur, en ef þú eldar “fyrir tvo” að kvöldi ertu með fínan mat í hádeginu daginn eftir sem þarf bara að poppa inn í örbylgjuna, seinni máltíðin er ekkert síðri hvað næringarinnihald varðar en sú fyrri… Hvað plokkarann varðar, þá er hann örugglega skárri kostur í tímaþröng en langlokurist, en lítið meir en það…

Re: Ballband vantar BASSALEIKARA

í Hljóðfæri fyrir 13 árum
Það tekur því varla að senda þér aðvörun, efast um að þú myndir taka mark á henni hvort eð er, en hegðun þín hefur verið tilkynnt til yfirvalda á síðunni… en formsatriðanna vegna: Svar þitt brýtur í bága við skilmála huga.is um viðsættanlega hegðun í garð náungans. Við, stjórnendur /hljodfaeri vonum að þetta muni ekki endurtaka sig. Næsta stig verður formleg viðvörun – og að lokum bann ef brot halda áfram. Kveðja, Dionysos, Stjórnandi /hljodfaeri

Re: Guitar box 4x12 30 þús krónur

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 1 mánuði
Væntanlega sömu og í græna boxinu mínu, ef ég leyfði þér einhvern tímann að krukka í því. Ég sé ekki betur en að þetta sé efri hlutinn á móti.

Re: Hluti af safninu

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Hvað á ég að bíða lengi? ;)

Re: Bassaleikari - Nýfluttur suður

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Það skilja allir hvað átt er við, enda er þetta málvenjan. Persónulega myndi ég frekar hundsa auglýsingu með þínu orðavali en hans. Höldum þessarri cannabis/hvaðerfíkniefnioghvaðekki-umræðu á tilverunni svo við sem viljum forðast hana eigum auðveldara með það :)

Re: Er með Fender american standard stratocaster

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Ein auglýsing er alveg nóg, held ég láti afritið hverfa. :)

Re: Valur 2011

í Manager leikir fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Vel gert að ná í Febian Brandy. Þegar ég fór frá Leikni til Man.U á sínum tíma var hann lykilmaður í United liðinu hjá mér :)

Re: Bíll?

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Fyrst endastafur er 9 geturðu farið með hann í skoðun strax þótt það sé ekki nema ágúst (gefa ef ég man rétt 2 mánuði fyrir alveg eins og eftir). Skoðaðir bílar eru alla jafnan söluvænlegri en óskoðaðir.

Re: Niðurskurður

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Hafði ekki hugsað mér að rökræða þessi mál, enda báðar fylkingar, og þá sérstaklega þeir sem eru andvígir banninu svo einstaklega þverar að það er allt að því ómögulegt að reyna.

Re: Niðurskurður

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Svo eru kannski sumir íþróttakappleikir þannig að þeir kalla frekar á gras en bjór bara til að ná hjartslættinum niður ;)

Re: Niðurskurður

í Tilveran fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Það er annar punktur með áfengið sem gleymist oft í rökræðum um af hverju það er löglegt en ekki önnur álíka vímuefni, sem er menningarlegi þátturinn. Ólíkt öðrum vímuefnum, þá er það ekki alltaf notað gagngert til að komast í vímu. Það er enginn sem fær sér spítt eða gras því það passar svo vel með steikinni, meðan fjölmargir fá sér reglulega vín með matnum eða bjór yfir leiknum en finna aldrei til vímuáhrifa.

Re: Six pakkið.

í Íþróttir fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Borða færri kaloríur en þú brennir. Það er EINA leiðin að sixpakkinu.

Re: [TS] ion ied11 rafmagnströmmusett til sölu

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Þetta er bráðsmitandi öndsköt.

Re: Aðskilnaður ríkis og kirkju með smá lestri og einum músarsmell

í Stjórnmál fyrir 13 árum, 4 mánuðum
“Rauðu dagarnir” eru í kjarasamningum og verða því áfram jafn margir nema verkalýðshreyfingin semji þá af sér. Hvort þeir verða áfram hinir sömu við aðskilnað þori ég þó ekki að fara með.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok