Ég mæli með að þú prufir kylfur áður en þú kaupir þær, bara svo þú lendir ekki í því að líka síðan ílla við þær. Og líka þá lækka kylfurnar og boltarnir ekki scoreið hjá þér :) Ég spilaði t.d. með Mizuno sett (sem ég er reyndar mjög ánægður með) frá 36 í forgjöf og var kominn niðrí 12 eða 13 minnir mig áður en ég hætti nokkurnveginn að spila. Og já þá held ég að burðarpokar séu mikið “inn” í dag, bara passa það að það sé þægilegt að vera með þá á bakinu.