Ágæti lesandi, vegna hugmynda sem hafa komið fram um að skátafelögin í Reykjavík, hefðu launaða foringja á sínum snærum þá langar mig aðeins að minnast á það að nú hefur SSR getið þess að þetta sé veruleiki sem líti dagsins ljós á næstu 2-3 árum. Ég bara spyr, hvaðan er þessi hugmynd komin? hver er tilgangur þess að hafa launaða foringja í starfi? Nokkur félög í a.m.k. Reykjavík hafa haft og hafa sum enn, launaða starfsmenn hjá sér, nokkurskonar framkvæmdastjóra. Þetta hefur gefist misvel,...