Góðan dag. Ég vil byrja á að óska konum til hamingju með daginn í dag (19/6). Það er mikilvægt að jafnrétti kynjanna verði algjört. En, ég hef ýmsar spurningar í sambandi við jafnréttisbaráttu kvenna, sem mér finnst hafa tekið á sig heimskulega mynd. Í fyrsta lagi, þá virðist jafnréttisbaráttan einkennast af því að konur fái sömu laun og karlar, sem er að mínu mati sjálfsagður hlutur, því að þeir sem sinna sömu vinnu jafn lengi og hafa jafn mikla menntun eiga að sjálfsögðu að hafa sömu laun....