Skömmu eftir stofnun I. G. Farben, eða um 1930, hófst víðtæk samvinna milli þess og stærstu bandarísku fyrirtækjanna: Standard Oil (nema hvað?), Ford, DuPont og fleirum. Forsaga þess máls er sú, að á milli 1924 og 1931, samkvæmt svokölluðum Dawes Plan og Young Plan, fengu Þjóðverjar 33ja milljarða marka lán í Bandaríkjunum. Mest af þessum peningum fengust með sölu þýskra skuldabréfa á opnum markaði í Ameríku og stærstu bankarnir á Wall Street sáu um. Það voru reyndar eigendur bankanna sem...