ok. ég má semsagt senda inn grein um það hvernig ég gataði mig sjálfur í smáatriðum, lista yfir þau tól sem þarf til og hvernig er best að fara að og meðhöndla gatið eftirá, þá er það ok en ef ég skrifa gataðu þig sjálfur, þá er það bannað?
sammt drullu langt síðan við vorum litlar og vitlausar og fengum ekki leifi hjá mömmu :´´) og þetta er ekki að bjarga neinu fyrir þessa mynd. mundi segja að þetta væri að hvetja til þess að fólk hunsi vilja foreldra sinna
ég mundi segja að efra dæmið væri allveg jafn mikil hvatning til þess að fólk reyndi að gata sig sjálft og neðar dæmið. Held að annaðhvort ætti að banna þetta allveg eða ekki
Þræðir um sjálfsgatanir eru ekki bannaðir EN þræðir og svör sem benda fólki á að gata sig sjálft eru bannaðir og verður eytt. Hver er munurinn? Ef fólk fer að lýsa því hvernig það fór að, þá er það þráður um sjálfsgatanir, en mætti túlka sem hvatningu/kenslustund í því hvernig á að fara að þessi regla er enganveginn nógu skýr.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..