Ekkert hljóð, Vindurinn þagnar, Logninu á undan storminum, Lýðurinn fagnar. Eftir erfiða nótt, Þreyttir menn loksins fá að sofa, Og fólkið er svo hljótt. Mun óvinurinn, einhverjum friði lofa? Í óvissu sinni, Í herklæðum, fólkið festir blund, Ég finn fyrir þunganum af brynju minni, En þó aðeins rétt um stund. Ég loka augunum, Sé aðeins svart, Finn hvernig slakast á taugunum, Og fyrir augum mínum verður bjart. Er ljósið sem ég sé, af góðu kyni? Er það komið til að nema mig á brott, Er ég á...