Eins og gengur og gerist þá stundar fólk það af gömlum vana, að raða sér niður í pör, pakka sér inn í tuskur á trjébekkjum, límast saman í óákveðinn tíma, gliðna í sundur og finna sér annan maka. En þegar það er komið úr samhengi við nútíðina, þá sættir það sig við þáverandi niðurröðun í púsluspili lífsins, niðursuðudós alheimsins. Það hættir að hugsa um takmarkanir, eignast meðlim að eignum sínum svo það geti skriðið ofan í trékistu og hætt að reikna öll þessi stærðfræðidæmi sem að koma...