Ég sá hobbitana frekar einsog íslendinga.. Ekki hvað hæð varðar, þótt að í gamla daga hafi íslendinga víst verið frekar lágvaxnir, þá meina ég í eldgamla daga, miðað við í dag.. Við erum líka lítil þjóð sem hinn stóri heimur veit kannski ekkert alltof mikið um, bjuggum mjög lengi bara í torfbæum og ekkert að fylgjast hvað var að gerast í kringum okkur, annars staðar en á íslandi… Ef útlendingur yrði spurður er mismunandi hvað þeir mundu segja, sumir halda e.t.v ennþá að við búum í snjóhúsum..