Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

DeathBlow
DeathBlow Notandi frá fornöld 158 stig

Re: Mjölnir og Júdó deild Ármanns

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Hverjir unnu?

Re: Bardagalista ferill þinn

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Þegar ég var á ferðalagi í Austurlöndum fjær álpaðist ég upp á snævi þakið fjall þar sem ég hitti fyrir gamlan og vitran asískan munk. Hann tók mig að sér og kenndi mér að virkja Ki orkuna. Næstu 20 árin fóru í að hugleiða nakinn í snjónum. Þegar ég loks opnaði augun á ný og stóð upp….fann ég að ég kunni dauðahöggið.

Re: BJJ mót Mjölnis (flottasta subið)

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Getur einhver sagt mér hvort þetta ákveðna kast heitir eitthvað spes í júdó? Bara að safna í slagsmálaorðabókina.

Re: BJJ mót Mjölnis (Takedown mótsins)

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Pétur má vera feginn að hafa ekki verið klipptur í tvennt hreinlega.

Re: Bonjasky Vs Akebono

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Akebono minnir mig alltaf á feita strákinn í bekknum sem var laminn af því hann var feitur og gat ekkert í því gert. Það er vandræðalegt að horfa á hann laminn trekk í trekk af þrisvar sinnum léttari mönnum.

Re: BJJ mót Mjölnis 2006 (besta glíman)

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég get sagt þér hvað myndi gerast. Þú myndir fljótlega finna knýjandi innri þörf fyrir að klappa lófanum ótt og títt annaðhvort í Gunna eða í gólfið. Þetta virðist af einhverjum orsökum fylgja þeim sem Gunni glímir við.

Re: BJJ mót Mjölnis 2006 (besta glíman)

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Ingþór er fáránlega góður að glíma. Málið er bara að Gunni er fáránlega góður líka. Það var mjög gaman að horfa á glímurnar þeirra. Þeir glímdu tvisvar á mótinu og Gunni hafði þetta í bæði skiptin.

Re: Hong man choi

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Ha?

Re: ufc 65 GSP vs Huges (spoil)

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Matt Hughes gerði ekki einn einasta hlut í öllum bardaganum sem glti talist einhvers virði. Ekki eitt högg sem hitti, ekki eitt spark, ekki eitt gott takedown attempt. Hann leit ekki út eins og meistari að velja titil heldur eins og smákrakki sem skuldar Annþóri Karssyni pening. Djöfull var gaman að sjá hughes tapa.

Re: Viðkvæmir punktar

í Bardagaíþróttir fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Fólk sem missir augun sér almennt ekkert neikvætt við það.

Re: Smá hjálp hérna

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Passaðu bara að það sé pláss fyrir skeifuna.

Re: 'Ninjitsu' er besta bardagalistin!!!

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Það sem mér fannst fyndnast við þennan Ninja gaur var þegar hann gerði þetta dauðahögg sitt í bringuna á dúkkunni. Það eina sem hann gerði var að hammerfista kyrrstæðan skrokk af alefli og höggið mældist síðan það þungt að tæknilega hefði það getað valdið hjartatruflunum. Þetta er ekkert sérlega dularfullt eða spes. Nánast hvaða fullorðni karlmaður sem er gæti sett einhvern í mögulegt hjartastopp með því að berja bara af alefli beint í hjartastað. Hjartað getur koxað ef rifin klessast fast á...

Re: Opna MMA æfingin í Mjölni!!!!!

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Það þorir bara enginn í okkur. Ég held það hafi eitthvað með óeðlilegt hlutfall vöðva miðað við aðra líkamsvefi að gera. Persónulega er ég svo massaður að ég er með vöðva á stöðum þar sem aðrir eru ekki einu sinni með staði.

Re: 'Ninjitsu' er besta bardagalistin!!!

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Hnésparkið er öflugt af því allur líkaminn er notaður í það og jú…líka af því líkama fórnarlambsins er haldið á meðan. Það gerir það að verkum að hann gleypir mun stærri hluta orkunnar úr högginu en ef líkami árásarmannsins kemur fljúgandi í lausu lofti með fótinn á undan sér og ýtir fórnarlambinu undan sér.

Re: Kominn heim

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Þetta er flott hjá þér Haraldur. Greinilega farinn að blanda þér í topp baráttuna.

Re: Tvær sögur...

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Það er ekki hægt að bera saman tvö óskyld atvik svona og fá út úr því einhverja sönnun á því hvað virkar og hvað ekki. Taktu 100 mál og reyndu að finna mynstur og þá kannski færðu út niðurstöður sem hægt er að sjá eitthvað út úr.

Re: Hvor tekur þetta?

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Þegar ég var lítill var mér kennt að maður yrði að skiptast á að leika með dótið. Ef ég lamdi litlu systur mína af því hún var að leika með eitthvað skemmtilegt dót þá var ég skammaður. Þetta hefur augljóslega vantað í uppeldið hjá þessum annars ágætu mönnum.

Re: Hvor tekur þetta?

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Af hverju geta þeir ekki bara talað um þetta?

Re: Skondin pæling hvað varðar BJJ

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Jú og gleyma ekki fölsku tönnunum í glasinu á náttborðinu þegar maður fer á djammið. Maður verður greinilega að vera reiðubúinn að narta til baka í svanga árásarmenn.

Re: Skondin pæling hvað varðar BJJ

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Menn virðast halda að allir aðrir en þeir sem æfa BJJ eigi vini og séu með tennur í munninum. Þannig halda þeir því fram að BJJ sé gagnlaust eða gagnlítið í slagsmálum. Í rauninni alger tímasóun heyrist mér. Við það að æfa BJJ yfirgefa allir vinir þínir þig og tennurnar hverfa á dularfullan máta. Þessvegna stendurðu verr að vígi í slagsmálum ef þú kannt BJJ heldur en ef þú kannt ekki neitt. Hver þarf að kunna triangle ef hann getur bara nagað árásarmenn í rólegheitum meðan vinirnir sparka í...

Re: cro cop vs wanderlei

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum
Wand var bara að þykjast vera dauður svo Cro cop myndi fara.

Re: Dojang Peguenos

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ég er til í sparr. Ég skal meira að segja leggja dauðahöggið til hliðar svo þetta verði ekki stuttaralegt.

Re: Paul Voigt

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Þá geturðu kannski svarað einni spurningu sem hefur lengi brunnið á vörum mínum. Eru Stjáni Stuð og Þórhallur miðill sami maðurinn??

Re: Paul Voigt

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Örugglega af því að hann er landsliðsþjálfari Íslendinga. En af hverju segirðu annars að hann sé stolturá myndinni? Ertu Þórhallur miðill?

Re: Gaman í BJJ!!!

í Bardagaíþróttir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Menn æfa þó ekki berir að neðan. Það er fyrir öllu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok