Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

DeathBlow
DeathBlow Notandi frá fornöld 158 stig

Re: LESIÐ ÞETTA!

í Hip hop fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Hyldjúpar pælingar. En veggjakrot er rót vandans. Of áköf þrif koma seinna og geta eðli málsins samkvæmt aldrei skemmt nema brot af því sem krassið skemmir. Ef þú ert sár yfir þrifunum geturðu allavega kvartað við borgina og heimtað bætur. Hverjum á ég að senda kvörtunarbréf þegar húsið mitt er sóðað út mánaðarlega og ég þarf að fara út í búð að kaupa dýra málningu? “Teser”? “Krab”? “V55”? Enginn af þessum ræflum er svo kurteis að skilja eftir nafn eða númer.

Re: LESIÐ ÞETTA!

í Hip hop fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Þér finnst þú ekkert vera að rugla saman ótengdum hlutum hérna? Eða kannski bara rugla svona almennt? Hvernig réttlætir þetta veggjakrot? Og hvernig færðu það út að 100 milljónir séu lítill peningur þó þær séu ekki stór hluti af söluvirði Símans? Og hvernig kemur þetta kapítalisma við? Útskýringar óskast.

Re: mjolnir vs. pumping iron

í Bardagaíþróttir fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Nú ok. Hver er munurinn?

Re: Hvar er hægt að kaupa búnað hér á landi?

í Hip hop fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Af hverju spreyja þá eiginlega allir graffarar á íbúðarhús? Ég horfi frekar mikið á krass og þekki þessi helstu nöfn alveg ágætlega og það virðist enginn setja fyrir sig að krassa á húsin hjá fólki. Svo er náttúrulega ekkert skárra þegar menn eru að sóða út “eigur ríkisins” eins og þið kjósið að kalla allt sem er ekki í einkaeigu. T.d. voru einhverjir fábjánar búnir að gjörsamlega rústa gömlu sundhöllinni um daginn sem er eitt af fáum virkilega fallegum húsum í Reykjavík. Flest fólk verðu...

Re: mjolnir vs. pumping iron

í Bardagaíþróttir fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Hvað er recordið hans?

Re: Kos vs. Lytle UFC 86 - spoiler -

í Bardagaíþróttir fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Lytle var að verja sig á fullu og var mjög sprækur. Koscheck var svo í mjög ráðandi og góðri stöðu svo að það hefði verið mikið inngrip í gang bardagans að stoppa. Dómarinn hefur metið það þannig að það væri ekki bráðnauðsynlegt. Þetta eru líka bara yfirborðsáverkar og Lytle er frekar ljótur fyrir!

Re: Kos vs. Lytle UFC 86 - spoiler -

í Bardagaíþróttir fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Mér leið eins og líklegt að flestum hafi liðið eins. Þetta var bæði mjög blóðugt og síðan rigndi endalaust inn fleiri olnbogum svo maður sá fyrir sér að á endanum myndi hann missa höfuðleðrið. En…dómarinn gerði rétt að stoppa þetta ekki. Lytle átti rétt á að fá að berjast fyrir sínu meðan hann gat. Jafnvel þótt okkur heima í stofu væri hálf óglatt að horfa á :)

Re: Hreinlætisfasismi Reykjavíkurborgar

í Hip hop fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Spurningin var hvort þú vissir þetta fyrir víst, eða hvort þú værir að giska.

Re: Iran Mascarenhas

í Bardagaíþróttir fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Gunni ætti að byrja á að lemja hann í klessu, buffa hann síðan í drasl og fokka honum svo upp. Þríréttað og flott.

Re: Hreinlætisfasismi Reykjavíkurborgar

í Hip hop fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Áhugavert. Ég hélt reyndar alltaf að stór meirihluti vegglistamanna væru núverandi eða fyrrverandi skemmdarvargar sjálfir og þar af leiðandi meðvirkir öllu því rugli en það er áhugavert að þú segir að þeir séu allir í þessum pakka líka. Hefurðu eitthvað fyrir þér í þessu eða er þetta bara þín tilfinning?

Re: RUGL !

í Bardagaíþróttir fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ég veit ekki betur en að öllum sé frjálst að stofna þræði hérna um hvað sem þeir vilja svo lengi sem það tengist bardagaíþróttum. Ef þér finnst vanta eitthvað sérstakt þá er væntanlega gráupplagt að þú skellir því bara inn.

Re: busted

í Hip hop fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Vonaðu bara að það verði löggan sem böstar þig. Ég veit um fullt af fólki sem myndi alls ekki hringja í lögguna ef það gripi einhvern fyrir að spreyja á veggina sína.

Re: LESIÐ ÞETTA!

í Hip hop fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Hann mætti. Endaði með því að hann kjökraði og borgaði mér fyrir málningarkostnaði síðustu ára. Svo kjökraði hann meira og pissaði smá í buxurnar.

Re: Jahá

í Hip hop fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Spastískur skemmdarvargur? vei.

Re: busted

í Hip hop fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Graffarar eru nefnilega ekki bara skemmdarvargar heldur líka lygalaupar. Hræðilegt fólk.

Re: LESIÐ ÞETTA!

í Hip hop fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ég fór um daginn upp í húsasmiðju til að kaupa málningu fyrir fimm þúsund krónur til að mála yfir ógeðslegt tagg rusl sem einhverjir fávitar höfðu slett á veggina mína á meðan ég svaf. Þetta er beint fjárhagslegt tjón og ég þarf að standa í þessu oft á ári. Ef einhver getur btw sagt mér fullt nafn á graffaranum “Teser” (feitur ljótur asni) þá eru peningaverðlaun í boði. Sendið mér skilaboð og við getum samið um verð.

Re: LESIÐ ÞETTA!

í Hip hop fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Er þetta þín flickr síða?

Re: LESIÐ ÞETTA!

í Hip hop fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Nei mér finnst ekki í lagi að það sé málað yfir lögleg verk sem standa með leyfi eiganda veggjanna. Mér finnst það mjög rangt. Málið er bara að allt helvítis krassið og skemmdarverkin hafa ýtt í gang “Zero tolerance” harðlínustefnu sem hlífa engu. Það er tvennt sem þarf að gerast til að þetta lagist. Alvöru vegglistamenn þurfa að hætta að vera meðvirkir með skemmdarvörgum að afneita þeim, og skemmdarvargarnir þurfa að hætta og finna sér nýtt áhugamál.

Re: Hreinlætisfasismi Reykjavíkurborgar

í Hip hop fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Þú ert að misskilja mig og líklega líka að misskilja hvað er að gerast svo ég skal fara í gegnum það til öryggis. Það sem borgin er að gera er að mála yfir veggjakrot. Ástæðan fyrir þeim aðgerðum er stanslaus flaumur af “töggum” og “bombum” bæði á almenningsrými og á heimili fólks. Gríðarlegur pirringur er búinn að myndast á síðustu árum og fólk orðið hundleitt á aðgerðaleysi borgarinnar gegn þessum faraldri. Þessvegna er komin í gang svokölluð “zero tolerance” stefna þar sem málað er yfir...

Re: Hvar er hægt að kaupa búnað hér á landi?

í Hip hop fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Til hamingju með það. Gangi þér vel.

Re: Hreinlætisfasismi Reykjavíkurborgar

í Hip hop fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Er það það eina sem skiptir máli? Taggararnir koma slpæmu nafni á götulist og kalla vandræði yfir alla sem kjósa að stunda sína list löglega. Borgin væri ekki að mála yfir neitt ef ekki væri fyrir taggarana og bombarana. Ég spyr aftur. Af hverju tala götulistamenn aldrei gegn skemmdarvörgunum?

Re: LESIÐ ÞETTA!

í Hip hop fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Það hvort einhverjum finnst þetta vera list eða ekki skiptir engu máli. Það eina sem skiptir máli er hver á vegginn.

Re: Hreinlætisfasismi Reykjavíkurborgar

í Hip hop fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Af hverju tala alvöru götulistamenn aldrei gegn töggurunum?

Re: Hvar er hægt að kaupa búnað hér á landi?

í Hip hop fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Spreyjarðu bara á eigin veggi eða veggi sem þú hefur leyfi til að spreyja á?

Re: LESIÐ ÞETTA!

í Hip hop fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Þú mætir eða ég leyfi þér aldrei að gleyma því!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok