Upphaflega takmarkið með MMA var að leyfa eins mikið og mögulegt væri til að það færi ekki á milli mála hver væri betri að slást. Það sem er bannað í dag eru helst spörk í liggjandi mann, bit og skallar. Svo er hellingur af öðrum reglum sem skipta minna máli. Standa MMA menn verr að vígi en aðrir bardagalistamenn út af því að þeir æfa ekki bit, skalla og spörk í liggjandi með öllu hinu? Nei. Galdurinn liggur heldur ekki í að æfa hvert einasta trikk í heiminum heldur að æfa það sem þú æfir...