Komst fyrst yfir Deep Purple plötur sem pabbi á og spilaði ávalt á luftgítarinn með. Sótti um í tónlistarskóla akureyrar á rafmagnsgítar og ég beið á biðlista í 2 ár til að reyna að komast á rafmagnsgítar og eftir þessi tvö ár var en ekkert laust og mér var boðið að fara á hljómborð í staðinn. Ég æfði á hljómborðið í 4 ár og fannst svo leiðinlegt. Fékk svo kassagítar í jólagjöf og byrjaði að læra sjálfur og svo hafa bæst smá græjur við síðan þá og ég ætla aldrei að hætta að spila á þetta...