Flott framtak. Sem flestir ættu að taka upp á töflulausri hönnun og taka inn stylesheet. Ég er alltaf að reka mig á það að vera að taka fram einhverjar breytur í HTML-skjölunum sem ætti í raun að vera í CSS-skjali. Annars hvet ég byrjendur til að, þó að það sé ekki nauðsynlegt, skrifa t.d. textalit, og stærð og aðra fítusa í CSS-skjal en bíða með að tilgreina hvernig lögin (e. layers) eigi að haga sér. Að byrja á öllu í einu er kannski full mikið af því góða því þá er léttara að ruglast....