Tók tvo laxa í Andakílsá í sumar, einn á maðk og svo fyrsta flugu laxinn minn, fékk hann á Lepp gárutúpu af krafla.is Svo tvær fínar rúmlega 2p bleikjur á silungasvæðinu í Andakílsánni, frekar vanmetið svæði því að í þessi skipti sem ég kíkti þangað voru fiskar að stökkva á fullu á klöppunum, sérstaklega þegar það var fjara og að byrja að falla að. Fínt að kíkja þangað en maður þarf að reikna út sjávarföllin til að ná árangri. Fór líka í Hítarvatn, Lýsuvötn, Korpu(Úlfarsá) án þess að fá...