James Bond er án efa ein sú svalasta persóna kvikmyndasögunnar og hefur vodkadrykkja hans og bólfarir verið við líði í nokkra áratugi, heimsbyggðarinnar til mikillar ánægju (þó hafa gæði myndanna farið versnandi síðustu ár). Nú er ég nýkominn af nýjustu Bond myndinni eða Die Another Day. Myndin byrjar á því að Bond (Pierce) er tekinn til fanga í N-Kóreu og pyndaður í 14 mánuði án þess að tapa viti, húmor eða öðrum persónuenkennum sem óeðlilegt er að haldist eftir pyndingar í svo langan tíma...