Ekkert eitthvað rosalega erfitt. Fór nokkuð rólega í þetta. Byrjaði að skokka 4km nokkrum sinnum í viku og bætti alltaf svo smá og smá við. T.d. núna er ég að skokka 7,5 km nánast daglega. Byrjaði líka að borða hollari mat sem mér fannst líka góður, eins og gulrætur, agúrkur og skyr svo eitthvað sé nefnt. Ég held ég hefði aldrei meikað þetta ef ég hefði tekið complete overhaul á lífstílnum á einni viku. Mér fannst skynsamlegra að fara hægt og rólega í þetta allt en bæta svo aðeins í af og til.