Blaðið fyrir framan mig var jafn tómt og tilvera mín, áður en ég reit þessar línur. Hjartað mitt er sundurrifið og flakandi í sárum, lífshjólið hefur hægt á sér um heilan snúning. Hugsanir mínar eru huldar dimmri móðu og verða æ dekkri og sljórri við hvern snúning. Þær munu draga mig þrjú fet undir móður jörð,ef ég ekki beini huganum inn á bjartari brautir í stað þess að lifa í hugarheimi aftur í einskisverða fortíðina. Þótt hún væri björt í eina tíð, þá hefur skuggi kvalræðis og svikaloga...