Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Dagfari
Dagfari Notandi frá fornöld 37 ára karlmaður
1.214 stig

Re: Tilnefningar til gullkindarinnar

í Tilveran fyrir 19 árum
Bara hann almennt. Allt sem hann gerir virðist vera mjög vanhugsað og dregur einhvern heimskulegan dilk á eftir sér.

Re: Tilnefningar til gullkindarinnar

í Tilveran fyrir 19 árum
Versta auglýsingaherferðin: Síminn - Strákarnir í LA Versta platan: Símahrekkir Simma og Jóa Versti útvarpsþátturinn: Bókmenntaþátturinn á Talstöðinni Versta lagið: Stuðmenn og Hildurvala - Segðu já Versta myndin: Í takt við tímann Versti sjónvarpsmaðurinn: Guðmundur Steingrímsson (Kvöldþátturinn) Versta tímaritið: Hér og nú Versti sjónvarpsþátturinn: Jing Jang Versti raunveruleikaþátturinn: Íslenski Bachelorinn Uppákoma ársins: Björn Bjarnason

Re: Af hverju er ekkert fjallað um White stripes??

í Tilveran fyrir 19 árum
Það sannaði sig bara í aðdraganda tónleikana í gær að það er ekkert merkilegt lengur að fá stórar hljómsveitir hingað. Auglýsingaherferðin var heldur ekki eins fyrirferðamikil og oft áður.

Re: Þurís

í Tilveran fyrir 19 árum
Þurrís er kolsýra í föstu formi. Við þetta hitastig breytist hann í gas. Held að það komi ekki raki.

Re: Þurís

í Tilveran fyrir 19 árum
Er það eitthvað nýtilkomið? Ég keypti oftar en einu sinni þurrís fyrir svona 3-4 árum síðan.

Re: 1 stig?

í Tilveran fyrir 19 árum
Ekki hægt lengur. Maður fékk 1 stig fyrir innskráningu hér áður.

Re: Goth = Djöfaldýrkendur

í Tilveran fyrir 19 árum
Minnir mig á brandara sem ég heyrði einu sinni. Hvað þarf mörg goth til að skipta um ljósaperu? Svar: Ekkert, þeim finnst gaman að sitja í myrkrinu og grenja.

Re: Stöð 2

í Tilveran fyrir 19 árum
Tja.. Þeir sýndu ekki viðtal sem þeir auglýstu að yrði í Kastljósinu vegna “tæknibilana”.

Re: Stöð 2

í Tilveran fyrir 19 árum
Ekki eins mikið og RÚV gerði með viðtalið við Jón Ólafsson.

Re: karteflur? kartöflur.....?

í Tilveran fyrir 19 árum
Ég sá einhvern skrifa kartvöfflur einhvern tíma. Langar ekkert sérstaklega að smakka svoleiðis fyrirbrigði.

Re: Gamalt og gott...

í Tilveran fyrir 19 árum
Stórkostlegur notandi.

Re: Dyraverðir

í Tilveran fyrir 19 árum
Böllin eru líka haldin af nemendafélögum hér en lögreglan í Rvík vill ekki leyfa böll á föstudögum og laugardögum.

Re: Dyraverðir

í Tilveran fyrir 19 árum
Í Reykjavík er þetta nákvæmlega eins og ég var að segja. Skólinn ræður gæslu inni, oftar en ekki Sniglana, en húsið sér um dyravörslu og röð.

Re: Dyraverðir

í Tilveran fyrir 19 árum
Ekki á menntaskólaböllum. Það var það sem ég var að tala um. Staðahaldari sér um að ráða gæslu til þess að sjá um að taka rífa miða og sjá til þess að það séu ekki slagsmál fyrir utan. Skólinn ræður svo gæslu til að halda friðinn inni á ballinu.

Re: Dyraverðir

í Tilveran fyrir 19 árum
Sko, ef þú ert að tala um menntaskólaböll þá eiga dyraverðir á vegum staðarins að stöðva slagsmál fyrir utan. Oft eru dyraverðir steratröll á egótrippi, sem þjást af dómgreindarleysi, en þeir reyna að meta aðstæður eins og þeir geta og gera ráðstafanir eftir því sem þeir skynja. Í fæstum tilvikum róast menn niður um leið og þeir hafa verið rifnir frá andstæðingi sínum í slagsmálum og þá er oft auðveldasta leið dyravarðanna að meiða viðkomandi. Þetta er að sjálfsögðu tvíeggjað vopn því...

Re: Hvað finnst ykkur best að blanda út í vodka.

í Tilveran fyrir 19 árum
Gin og greip er keppnis. Heitasti drykkurinn árið '85.

Re: Hvað finnst ykkur best að blanda út í vodka.

í Tilveran fyrir 19 árum
Pilsner og búa til bjórlíki.

Re: ÞETTA ER EKKI BRANDARI ... ! lesið um þetta smit!

í Tilveran fyrir 19 árum
Heimskuleg og ósönn fjöldaskilaboð. Upplýsingar frá http://www.hoax-slayer.com/issue37.html#five Many versions of this hoax have circulated over the last few years. All are equally false. The first example below is a French version and involves HIV needles on theatre seats. A similar Australian version has also been circulating during 2004. Around October 2003, another version of the hoax was finding its way into Canadian inboxes. This version claims that hypodermic needles have been...

Re: Hvernig bíl átt ÞÚ !?

í Tilveran fyrir 19 árum, 1 mánuði
Á Saab 900s, ‘94 árgerð. Keyri einnig stundum á Benz M280d ’05 og Benz A150 '05. Saabinn er bestur samt. ;)

Re: Morgunmatur Hugara

í Tilveran fyrir 19 árum, 1 mánuði
Karamellu- og hnetusúrmjólk frá KS. Hvern einasta morgun tek ég svoleiðis með mér í skólann. :)

Re: /farsimar

í Hugi fyrir 19 árum, 1 mánuði
Haha, ég las greinilega eitthvað allt annað en hann hafði skrifað. ;)

Re: /farsimar

í Hugi fyrir 19 árum, 1 mánuði
Áhugamálið farsímar er til og er undir yfiráhugamálinu Tölvur og Tækni.

Re: Hvar get ég fengið miða á The White Stripes

í Tilveran fyrir 19 árum, 1 mánuði
Tónleikar aldrei nefndir beint. Í raun gæti bæði verið rétt. Las upprunalega póstinn greinilega ekki nógu vel samt. :)

Re: Hvar get ég fengið miða á The White Stripes

í Tilveran fyrir 19 árum, 1 mánuði
Verð að fá miða á þá! Verður netsala? Hvar? Hvenar byrjar sala? Hvað kostar miðinn? Vil vita allt um þetta!( ekki bæði . og ! )Verð að fá miða á þau! Hvar? Hvenær byrjar sala? Hvað kostar miðinn? Vil vita allt um þetta!

Re: Söngleikir...

í Tilveran fyrir 19 árum, 1 mánuði
I have a fever and the only known cure is more cowbell.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok