Klukkan var 14:09 þegar ég gekk inn á umræddan matsölustað. Fyrir mér var þetta bara venjulegur dagur. Tæpt ár þar til ég verð gjaldgengur í kosningum, lítið að gerast nema Evrópumótið í knattspyrnu og lítið fyrir mig að vera yfir daginn. Þetta var eitt af þeim fáu skiptum sem ég læt ekki rýma staði áður en ég geng inn á þá, blessunarlega fyrir ykkur, unga aðdáendur mína. Þegar ég hafði pantað sérrétt Dagfara gekk ég að stærsta borðinu á staðnum, þó svo að fylgdarlið mitt væri aðeins skipað...