Ósköp fáir sem vilja viðurkenna það að þeir hafi gagnrýnt hann í upphafi. Ég var alfarið á móti því þegar hann var keyptur til Southampton. Hins vegar vann hann mjög á þar og var undir endann sá maður sem líklegastur hefði verið til að geta bjargað liðinu frá falli. Það tókst ekki og hann fór, skiljanlega. Mig grunar það að flestir sem gagnrýnt hafa Crouch hafi aðeins lesið úrslitin í mogganum daginn eftir leiki. Þó svo hann hafi ekki verið að skora neitt í upphafi þá var hann að spila mjög...