Svo ég snúi þessu nú upp á þig. Það þarf störf í Reykjavík. Vissulega er það gott og blessað ef bjarga á landsbyggðinni, en er það hægt? Milljörðum er eytt bara til þess eins að fólkið geti átt heima þar sem það vill. Nú er ég alls ekki að segja að allir eigi að flytjast til höfuðborgarinnar, því oft er það bara einn lítill hlutur sem skortir þarna, frumkvæði. Hvenær ætlar fólk að sjá að það er engin töfralausn að færa allar ríkisstofnanir í smábæi úti á landi? Að búa úti á landi er val,...