Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Dagfari
Dagfari Notandi frá fornöld 37 ára karlmaður
1.214 stig

Tekur þú virkan þátt í umræðum sem koma upp hér? (0 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 3 mánuðum

Á að vera rafmagn í skátaskálum? (0 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 3 mánuðum

Af hverju fórst þú ekki á NordJamb? (0 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 3 mánuðum

Hvort á að hringja á undan? (0 álit)

í Rómantík fyrir 21 árum, 4 mánuðum

Nýr admin (0 álit)

í Skóli fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég, Daywalker, varð í dag þriðji admin þessa áhugamáls. Ég vonast eftir góðu samstarfi við almenna notendur og aðra admina.

Arsenal - Southampton (9 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Fyrir nokkru lauk úrslitaleik ensku FA bikarkeppninnar. Arsenal bar 1-0 sigur úr býtum í opnum og skemmtilegum leik gegn Southampton. Leikurinn opnaðist strax eftir 15 sekúndur þegar Thierry Henry komst einn í gegnum vörn Southampton en Anti Niemi var vanda sínum vaxinn í markinu og kom í veg fyrir að Arsenal kæmist yfir. Eftir þetta varð leikurinn mjög opinn og mestu furðu vakti hversu mikið leikmenn Southampton sóttu, enda með töluvert lakara lið. Liðin sóttu álíka framan af fyrri hálfleik...

St. Germain - Tourist (2000) (3 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Nú hefur ekki verið skrifað hingað inn í langan tíma. Ég ætla að skrifa um aðra breiðskífu franska raftónlistarmannsins Ludovic Navarre, Tourist. Ég gróf þennan disk upp um daginn eftir að hafa hlustað á hann frekar mikið stuttu eftir að hann kom út. Tourist kom út árið 2000 og var gefin út af Blue Note. Plötunnar hafði verið beðið lengi, enda fyrsti plata Ludovic, Boulevard, hrein snilld. Tónlistin er djass kennd hús tónlist í bland við blús og örlítilli slettu af fönki. Það er mjög auðvelt...

Skáti vikunnar hættir (0 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þetta verður síðasta vikan sem ég nenni að sjá um skáta vikunnar. Ég hef ekki tímann né áhugann til að halda þessu áfram. Ef einhver annar býðst til að taka við skáta vikunnar þá má hann endilega senda mér skilaboð og tala við mig. Kveðja, Daywalke

Skoðar þú "Skáti Vikunnar"? (0 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 8 mánuðum

Skáti vikunnar (0 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég, Daywalker, hef tekið yfir skáta vikunnar. Svör við spurningum sendist til mín helst degi áður en kemur að ykkur. Skipulagið er farið til fjandans þannig að ég mun byrja upp á nýtt í þessari röð: Herla 4.-10. apríl teddi 10.-16. apríl kristjan 16.-22. apríl tobba3 22.-28. apríl erty 28.-4. maí erlacute 4.-10. maí gudridur 10.-16. maí Sandhrew 16.-22. maí Raekja 22.-28. maí Athugið að það er ekki víst að þetta komi inn á nákvæmum dagsetningum. Ég er að byrja í samræmdum prófum á næstu...

Ferðu í DS gönguna? (0 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 8 mánuðum

Radíó Reykjavík - FM 104.5 (0 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Eftirfarandi tilkynningu fékk ég frá aðstendendum Radíó Reykjavík FM 104.5 “Jæja þá er kominn smá reynasla á radíó reykjavík við erum búinir að vera í loftinu í ca 2 mánuði og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, síminn hefur ekki stoppað og að rignir inn tölvupósti :) sem er gott en mig langar svona að vita hvað ykkur finnst um þættinna sem eru 17 júní milli 07-10 ” hemmi feiti og jón mýrdal“ Gphinriks milli 10-14 ”GP“ MUMMI milli 14-18 ”mummi mótor“ ekki vera feimin”n“ að segja ykkar...

Bangkok (3 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Nú er ég á flugvellinum í Malasíu og hef 2 tíma þangað til ég held í 13 tíma flug til London. Dagarnir í Bangkok hafa verið mjög skemmtilegir. Við fórum í skoðunarferðir í konungshöllina, kókoshnetubúgarð og flotmarkað. Við fórum líka og versluðum fáránlega mikið fyrir fáránlega lítinn pening. Í gær fórum við í skoðunarferð á flotmarkaðinn. Við fórum með bát á einni af menguðustu ám í heimi. Markaðurinn var mjög skemmtilegur en það var okrað á öllu þarna. Svo fórum við á Thai sýningu sem...

Slit, brottför og koman til Bangkok (2 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Mótið er búið og við erum komin til Bangkok. Slitin voru ágæt, allavega var hægt að halda sér vakandi út athöfnina annað en á gamlárskvöld og setningunni. Setningin byrjaði með þjóðdönsum ýmissa þjóða, söngvum og öðru þvíumlíku. Svo töluðu einhverjir merkilegir kallar aðeins og stutt myndband með yfirgripi yfir helstu atburðu mótsins var sýnt. Athöfnin endaði svo á því að Tælendingar afhentu Bretum fána alheimsbandalagsins og dönsuðu smá. Eftir mótsslitin var svo haldið heljarinnar diskó sem...

Menningamót, ströndin og tiltekt (3 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Í gær hófst dagurinn á póstum tengdum mismunandi menningaheimum. Ég fékk þemað tungumál. Ég byrjaði á því að læra smá kínverskt letur og meðal annars að skrifa 1-10, kona, tré, skógur og nafnið mitt. Það var ágætt en svo gat ég ekki komist í tælensku og þýsku af ákveðnum ástæðum. Eftir hádegi fórum við á ströndina í dagskrárliðinn “Face the waves”. Ég byrjaði á því að fara út á 16 manna árabát sem kallast festival boat. Mjög langur bátur með miklu skrauti framan og aftan. Eftir bátana fórum...

Hike, friður og mannréttindi (6 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Í gær var fín dagskrá. Við byrjuðum morguninn snemma með kjarnríkum morgunverði. Eftir morgunmat fórum við í “Global Development Village” sem eru póstar um ýmis málefni sem snerta okkur, frið, mannréttindi, heilsu og enviroment (vantar íslenskt orð =). Minn flokkur fékk fyrir hádegi mannréttindi. Við fórum í póst tengdan flóttamönnum. Hann var mjög fræðandi og nú geri ég mér grein fyrir því að hluta hvernig flóttamönnum líður. Hópnum var skipt upp í fjölskyldur og ég var með Kana og 3...

Chill og aftur chill (5 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég hef voða lítið að skrifa um þar sem síðustu dagar hafa verið frekar rólegir fyrir mig. Í dag er allsherjar chill dagur. Engin dagskrá, enginn sérstakur tími til að vakna á, bara rólegheit. Ég ætla að nota daginn til þess að komast í kynni við eitthvað af þessum útlendingum. Dagurinn í gær var mjög rólegur fyrir mig. Ég var veikur heima í tjaldbúð og náði að sofa til rúmlega hádegis, þá var svona 50 stiga hiti í tjaldinu mínu og rakinn svona 90%. Hinir fóru í mismunandi dagskrá fyrir utan...

Áramótagleði (9 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þá er áramótagleðin búin, bæði í gærkvöldi og klukkan 7 í morgun (miðnætti heima). Ég hef alltaf upplifað áramótin í fjölskylduboðum svo mér fannst nokkuð skrítið að telja niður með 35 þúsund öðrum skátum hérna. Áramótagleðin hófst strax um miðjan daginn hjá okkur þegar við röltum um svæðið okkar og smökkuðum þjóðarrétti annarra þjóða á torginu okkar. Við buðum upp á íslenska Toro kjötsúpu, harðfisk, Góu karamellur og Opal brjóstsykur. Eftir smökkunina var svo haldið fótboltamót á torginu...

Sporðdrekar, flugur og fleiri skemmtileg dýr (4 álit)

í Skátar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þá er mótið að verða hálfnað, dagur 4 er risinn. Hitinn er mjög hár og sólin að steikja alla. Við förum inn í ofurmarkaðinn hérna til þess að kæla okkur, það er 21 gráðu hiti þar inni. Í gær fórum við í City of Science og settum ógrynni af metum í öllum mögulegum þrautum. Hitinn í tjaldinu er orðinn bærilegur, einn farinn og plássið orðið meira. Við erum 5 eftir og flíspokinn sem ég kom með er notaður sem lak, lakpoki sem ég tók einnig með mér kemur ekkert nálægt mér. Við sofum bara...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok