“Vonandi er þessi bölvaði búnaður í lagi.” Lítið suð heyrðist og Daphnix bældi niður fagnaðaröskrið. Það voru núna orðnir nærri 2 mánuðir síðan Daedalus, námuvinnsluskipið hans, lennti í stórfelldum vandræðum á stökki milli sólkerfa. Allir skjáir í skipinu urðu svartir, straumlausir, gagnslausir. Síðan fór annar rafeindabúnaður að hrynja. Vírus? Lífbúnaður virkaði þó enn, vel, og einnig var Stjórn róbóta enn í gangi. Hann heirði í þeim, litlar köngulær, vélrænar, hátækni sem hann hafði...